Fjármála- og lífeyrisráðgjöf
Baldvin Ingi Sigurðsson, CFA
Baldvin Ingi Sigurðsson, CFA
Hvort sem um er að ræða lífeyrismál eða almenn fjármál er mikilvægt að taka upplýstar ákvarðanir.
Það sem hentar einum aðila þarf ekki að henta öðrum. Allt að 21,5% af launum er greitt inn í lífeyrissjóði og því er afar mikilvægt að þessum peningum sé fjárfest skynsamlega m.t.t. þinna aðstæðna.
Það er aldrei of snemmt að huga að lífeyrismálum en oft sér fólk eftir því að hafa ekki hugsað um þessi mál fyrr. Lífeyriskerfið er ekki einfalt en það býður upp á marga valmöguleika fyrir fólk og því þarf að huga tímanlega að því nýta þá eins og hægt er.
Þegar kemur að starfslokum er gott að kynna sér málin vel og hvaða afleiðingar þínar ákvarðanir hafa á ráðstöfunarfé. Umfram allt ætti fólk að haga sínum starfslokamálum á sínum forsendum og nýta sér þá valmöguleika sem kerfið býður upp á.
Dæmin sýna að það getur skipt verulegu máli fjárhagslega að skipuleggja vel starfslok og lífeyristöku til að hámarka lífeyrisgreiðslur og lágmarka skattgreiðslur og skerðingar.
Ráðgjöfin er óháð fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.
Boðið er upp á fjármálaráðgjöf og lífeyrisráðgjöf
Hver tími er 50 mínútur. Boðið er upp á fjarfund eða fund á staðnum.
Tímapantanir eru í gegnum Noona.
Í boði eru fjarfundir eða fundir á skrifstofu
Umsagnir
Ég fór í ráðgjöf hjá Baldvini Inga í lífeyris- og starfslokamálum. Ráðgjöfin var gagnleg og nýtist mér við að taka ákvörðun um hvernig ég mun haga mínum starfslokum. Ég get heilshugar mælt með Baldvini en hann hefur góða þekkingu á málum og er faglegur.
Hallgrímur Júlíusson
Ég var virkilega ánægð með heimsókn mína til Baldvins Inga Sigurðssonar fjármálaráðgjafa. Frá fyrstu stundu var hann bæði hlýr og faglegur sem hvoru tveggja skipti mig miklu máli. Sömuleiðis, útskýrði hann hlutina á mannamáli. Ég kom með ákveðna spurningu varðandi fjárfestingu og þá fór hann yfir kosti og galla mismunandi leiða með mér. Þannig gat ég sjálf tekið upplýsta ákvörðun, sem gaf mér bæði öryggi og sjálfstraust í ferlinu. Ráðin sem hann gaf mér voru skynsamleg og vel í takt við mína aðstæður og markmið. Ég fann virkilega að hann hlustaði og vildi veita mér ráðgjöf sem hentaði mér, frekar en að koma með almenn svör. Ég mæli eindregið með honum fyrir alla sem leita að traustri, hlýrri og faglegri fjármálaráðgjöf.
Alma Guðjónsdóttir
Ég fékk ráðgjöf hjá Baldvini Inga Sigurðssyni, fjármálaráðgjafa, um ávöxtun fjármuna, lífeyrismál og ellilífeyri. Hann veitti mér ráð af fagmennsku, bæði sem nýtast mér strax og til næstu ára. Ráð hans voru bæði hagnýt og traust og hjálpuðu mér að taka nokkrar upplýstar ákvarðanir. Ég mæli eindregið með Baldvini Inga sem ráðgjafa fyrir öll þau sem vilja tryggja sér ábyrga fjármálastjórn í lífi sínu.
Þorlákur Karlsson
Ertu að velta svona spurningum fyrir þér?
Samtrygging
Er tilgreind séreign skynsamleg í þínu tilfelli?
Kostir/ókostir við blandaða sjóði miðað við samtryggingarsjóði?
Hvað má búast að mánaðarlegar greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun verði háar við starfslok?
Gæti hálfur lífeyrir hentað þér?
Viðbótarlífeyrissparnaður
Ertu í skynsamlegri fjárfestingaleið?
Hvenær er hagkvæmt að taka hann út?
Hvernig er hægt að hámarka úttekt miðað við þínar aðstæður?
Fjárfestingar og sparnaður*
Ertu að velta fyrir þér fjárfestingum eða að greiða niður lán?
Er áhættudreifing innan skynsamlegra marka?
Er kostnaður við þínar fjárfestingar innan skynsamlegra marka?
Er hægt að lágmarka skatta?
Er sparnaði komið skynsamlega fyrir?
Húsnæðislán
Kostir og ókostir við verðtryggð og óverðtryggð lán?
Fastir eða breytilegir vextir?
Borgar sig að endurfjármagna?
*Ekki er veitt persónuleg ráðgjöf um kaup og/eða sölu á ákveðnum verðbréfum en fjallað er um um kosti og galla ákveðinna fjárfestinga, s.s. kostnað, áhættudreifni og annað sem skiptir máli þegar kemur að fjárfestingum almennt.
Tölvupóstur: baldvin@velmegun.is
Heimilisfang: Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11, 4. hæð, 101 Reykjavík