Ég fór í ráðgjöf hjá Baldvini Inga í lífeyris- og starfslokamálum. Ráðgjöfin var gagnleg og nýtist mér við að taka ákvörðun um hvernig ég mun haga mínum starfslokum. Ég get heilshugar mælt með Baldvini en hann hefur góða þekkingu á málum og er faglegur.
Hallgrímur Júlíusson
Ég var virkilega ánægð með heimsókn mína til Baldvins Inga Sigurðssonar fjármálaráðgjafa. Frá fyrstu stundu var hann bæði hlýr og faglegur sem hvoru tveggja
skipti mig miklu máli. Sömuleiðis, útskýrði hann hlutina á mannamáli. Ég kom með ákveðna spurningu varðandi fjárfestingu og þá fór hann yfir kosti og galla
mismunandi leiða með mér. Þannig gat ég sjálf tekið upplýsta ákvörðun, sem gaf mér bæði öryggi og sjálfstraust í ferlinu. Ráðin sem hann gaf mér voru skynsamleg og vel í takt við mína aðstæður og markmið. Ég fann virkilega að hann hlustaði og vildi veita mér ráðgjöf sem hentaði mér, frekar en að koma með almenn svör. Ég mæli eindregið með honum fyrir alla sem leita að traustri, hlýrri og faglegri fjármálaráðgjöf.
Alma Guðjónsdóttir
Ég fékk ráðgjöf hjá Baldvini Inga Sigurðssyni, fjármálaráðgjafa, um ávöxtun fjármuna, lífeyrismál og ellilífeyri. Hann veitti mér ráð af fagmennsku, bæði sem nýtast mér strax og til næstu ára. Ráð hans voru bæði hagnýt og traust og hjálpuðu mér að taka nokkrar upplýstar ákvarðanir. Ég mæli eindregið með Baldvini Inga sem ráðgjafa fyrir öll þau sem vilja tryggja sér ábyrga fjármálastjórn í lífi sínu.
Þorlákur Karlsson